Liverpool vann stórleik helgarinnar á Englandi en liðið fékk Tottenham í heimsókn á Anfield.
Það var boðið upp á hörkuleik en Tottenham komst yfir áður en heimamenn sneru leiknum við í seinni hálfleik og unnu 2-1 sigur, það var Mo Salah sem tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu.
Roy Keane, var sérfræðingur Sky Sports á leiknum og hann tók Dele Alli, miðjumann Tottenham fyrir.
,,Hann var hræðilegur,“ sagði Keane um Alli eftir leikinn.
,,Hann eins og margir aðrir knattspyrnumenn, virðist hafa tapað hungrinu. Það sést.“
,,Tottenham var með 3-4 farþega í liðinu, Dele hefur tapað hungrinu. Hann var ekki með í þessum leik.“
,,Hann var harður í horn að taka, hann gekk eins langt og hann mátti. Hann hefur ekki verið með í tvö ár.“