J-Lingz, fatalinan umdeilda sem Jesse Lingard sóknarmaður Manchester United er með tapaði 211 þúsund pundum á fyrsta starfsári sínu.
Um er að ræða tæpar 33 milljónir íslenskra króna en J-Lingz línan hefur verið umdeild. Stuðningsmenn og forráðamenn United hafa gagnrýnt Lingard, fyrir að einbeita sér ekki nóg að fótboltanum.
Þannig ku Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United hafa rætt við Lingard um málið.
um er að ræða tímabil frá 31 janúar 2018 til 31 janúar árið 2019. Fötin voru hins vegar aðeins í sölu hálft starfsárið og því líkur á hagnaði á starfsárinu sem nú er í gangi.
Lingard þarf þó ekki að hafa gríðarlegar áhyggjur en það tekur hann um 2 vikur að vinna fyrir tapinu hjá Manchester United.