fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Skessan vígð á 90 ára afmæli FH: ,,Með þrautseigju höfum við náð markmiðinu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimleikafélag Hafnarfjarðar hélt í dag upp á 90 ára afmæli félagsins með opnu húsi í Kaplakrika þar sem yfir 1000 manns mættu og kynntu sér starf deilda félagsins; knattspyrnu, handbolta, frjálsra íþrótta og skylminga. Rúsínan í pylsuendanum var svo opnun Skessunnar, knattspyrnuhúss í fullri stærð sem mun gjörbylta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Kaplakrika.

Viðar Halldórsson, formaður FH sagði „Í dag opnum við glæsilegasta og hagkvæmasta knatthús landsins. Aðdragandinn hefur tekið sinn tíma en með þrautseigju höfum við náð markmiðinu, Skessan er risinn.“

Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH sagði í ræðu sinni að „Skessan á eftir að verða bylting í aðstöðu og skapa tækifæri fyrir félagið og iðkendur í að ná lengra og gera enn betur. Það er okkar markmið. Áfram FH”

FH var stofnað 15. október 1929 af tíu mönnum undir forystu Hallsteins Hinrikssonar sem þá var nýráðinn til leikfimiskennslu í skólum bæjarins. Fimleikar voru fyrsta og eina íþróttagreinin sem stunduð var hjá félaginu til að byrja með en síðar bættust við frjálsar íþróttir, handbolti, fótbolti og skylmingar. Fjórar síðastnefndu íþróttagreinar eru enn stundaðar hjá félaginu í dag. FH er eitt sigursælasta lið landsins og hefur unnið til fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla á þessum 90 árum í öllum deildum bæði í karla og kvennaflokki.

FH-ingar halda áfram afmælisfögnuði í kvöld með hátíðarkvöldverði í Kaplakrika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Fjalar ráðinn til Vals
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Víkingur fengið tilboð í Gísla Gottskálk – „Ekki alveg jafngóð og við teljum virði hans vera“

Víkingur fengið tilboð í Gísla Gottskálk – „Ekki alveg jafngóð og við teljum virði hans vera“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sterling ætlar ekki annað í janúar

Sterling ætlar ekki annað í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sævar fær meiri ást eftir því sem árin líða – „Fólk sér mig mjög mikið, ég hjóla alltaf á æfingar“

Sævar fær meiri ást eftir því sem árin líða – „Fólk sér mig mjög mikið, ég hjóla alltaf á æfingar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo gæti tekið að sér áhugavert starf

Ronaldo gæti tekið að sér áhugavert starf
433Sport
Í gær

Þorsteinn bregst við drættinum í dag – „Það er grunnmarkmiðið okkar á þessu móti“

Þorsteinn bregst við drættinum í dag – „Það er grunnmarkmiðið okkar á þessu móti“
433Sport
Í gær

Ekkert VAR í fyrstu umferðunum

Ekkert VAR í fyrstu umferðunum
433Sport
Í gær

Hannes Þór segir erfitt að opna sig upp á gátt – „Maður var að skila 80 prósentum á öllum vígstöðvum“

Hannes Þór segir erfitt að opna sig upp á gátt – „Maður var að skila 80 prósentum á öllum vígstöðvum“
433Sport
Í gær

Dregið í riðla á EM næsta sumar – Stelpurnar okkar geta verið sáttar

Dregið í riðla á EM næsta sumar – Stelpurnar okkar geta verið sáttar