fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
433Sport

Skessan vígð á 90 ára afmæli FH: ,,Með þrautseigju höfum við náð markmiðinu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimleikafélag Hafnarfjarðar hélt í dag upp á 90 ára afmæli félagsins með opnu húsi í Kaplakrika þar sem yfir 1000 manns mættu og kynntu sér starf deilda félagsins; knattspyrnu, handbolta, frjálsra íþrótta og skylminga. Rúsínan í pylsuendanum var svo opnun Skessunnar, knattspyrnuhúss í fullri stærð sem mun gjörbylta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Kaplakrika.

Viðar Halldórsson, formaður FH sagði „Í dag opnum við glæsilegasta og hagkvæmasta knatthús landsins. Aðdragandinn hefur tekið sinn tíma en með þrautseigju höfum við náð markmiðinu, Skessan er risinn.“

Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH sagði í ræðu sinni að „Skessan á eftir að verða bylting í aðstöðu og skapa tækifæri fyrir félagið og iðkendur í að ná lengra og gera enn betur. Það er okkar markmið. Áfram FH”

FH var stofnað 15. október 1929 af tíu mönnum undir forystu Hallsteins Hinrikssonar sem þá var nýráðinn til leikfimiskennslu í skólum bæjarins. Fimleikar voru fyrsta og eina íþróttagreinin sem stunduð var hjá félaginu til að byrja með en síðar bættust við frjálsar íþróttir, handbolti, fótbolti og skylmingar. Fjórar síðastnefndu íþróttagreinar eru enn stundaðar hjá félaginu í dag. FH er eitt sigursælasta lið landsins og hefur unnið til fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla á þessum 90 árum í öllum deildum bæði í karla og kvennaflokki.

FH-ingar halda áfram afmælisfögnuði í kvöld með hátíðarkvöldverði í Kaplakrika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen
433Sport
Í gær

Lið helgarinnar í enska boltanum – Þrír frá Villa og tveir frá Arsenal

Lið helgarinnar í enska boltanum – Þrír frá Villa og tveir frá Arsenal