Pep Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og hefur síðan þá verið afar farsæll í starfi. Félagið óttaðist hins vegar að missa hann, kröfur hans um húsnæði voru ekki að ganga eftir.
Guardiola krafðist þess að búa í miðborg Manchester en ekki í úthverfi eins og flestir vilja. Hann vildi fá flotta íbúð í miðbænum fyrir sig og fjölskyldu sína.
Kröfur Guardiola um húsnæði voru slíkar að City fann ekki neina slíka íbúð í miðbæ Manchester, félagið var farið að óttast að hann myndi hætta við að taka. ,,Þetta var vandamál,“ segir Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City í nýrri bók sem var að koma út.
David Quintana sá um öll svona mál á þessum tíma hjá City. ,,Hann bjó í miðbænum í Munchen og gerði sömu kröfur,“ sagði Quintana.
,,Hann neitaði að búa á öðrum stað en í miðbænum, við fundum ekki réttu íbúðina.“ Að lokum fannst rétta íbúðin svo í Deansgate hverfinu í miðbænum, 16 hæða blokk þar sem Guardiola er með lúxus-íbúð.
City hafði lofað Guardiola að byggja svona húsnæði fyrir hann ef það rétta myndi ekki finnast. Íbúð Guardiola má sjá hér að neðan.