Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður Manchester City verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið í aðgerð.
Bakvörðurinn frá Úkraínu var meiddur á hné og var sendur til Barcelona í aðgerð.
Ekki hefur komið fram hversu lengi Zinchenko verður frá en um áfall er að ræða fyrir City. Zinchenko hefur verið í stóru hlutverki á þessu tímabili.
Hann bætist í hóp þeirra Aymeric Laporte og Leroy Sane sem hafa meiðst alvarlega á þessu tímabili.
Zinchenko fór í aðgerð í Barcelona í gær en Pep Guardiola krefst þess að menn fari þangað í aðgerð.