Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fá Harry Kane, framherja Tottenham til félagsins.
Roy Keane, fyrrum fyrirliði félagsins leggur til að United taki upp veskið og kaupi Kane. Hann telur að það eigi ekki að vera flókið verk að fá leikmann frá Tottenham. ,,Við erum með öðruvísi týpur, ég kann alltaf vel við menn sem klára færin sín vel. Kane er einn sá besti en hann er leikmaður Tottenham,“ sagði Solskjær.
Paul Merson segir að United eigi að hjóla í verkið. ,,Manchester United þarf að rífa upp veskið, þeir þurfa markaskorara. Hann er einn sá besti,“ sagði Solskjær.
,,Manchester United þarf að kaupa einhvern sem er klár núna, ekki einhvern sem er góður eftir tvö ár. Þeir þurfa 25 marka mann.“
,,Hann væri að fara í eitt stærsta félag í heimi, hann gæti kostað 120 milljónir punda. Þú ert að kaupa mörk, hann svitnar ekki við að skora 25 mörk á tímabili. Ég get ekki ímyndað mér að svona leikmaður vilji fara í gegnum ferilinn án þess að vinna titil.“