fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Hafnar öllum sem eru rasistar: Vinur hans var dæmdur fyrir kynþáttaníð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. október 2019 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool segir að hann vilji ekki eiga vini sem eru rasistar. Johnson segir þetta nú þegar leikmenn Liverpool eru að biðjast afsökunar á framkomu sinni árið 2011 þegar Luis Suarez, þá framherji Liverpool var dæmdur í átta leikja bann vegna kynþáttaníðs í garð Patrice Evra, þá leikmanns Manchester United.

Suarez var dæmdur í bann fyrir að niðurlægja Evra. Suarez hafði þá sparkað til Evra sem spurði hvað hann væri að gera. ,,Af því að þú ert svartur,“ var svarið frá Suarez. Evra bað Suarez um að endurtaka svar sitt því hann ætlaði að berja hann í andlitið. ,,Ég tala ekki við svertingja,“ svaraði Suarez og notaði orðið negro sjö sinnum samkvæmt dómnum.

Það vakti svo gríðarlega athygli í kjölfarið þegar leikmenn Liverpool mættu í upphitun fyrir leik gegn Wigan, í bol með mynd af Suarez. Manni sem hafði verið dæmdur fyrir kynþáttaníð deginum áður. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool bað Evra afsökunar í vikunni og Johnson tekur í sama streng.

,,Carra gerði rétt með því að biðjast afsökunar og ég verð að gera það sama. Það var rangt af okkur að klæðast þessum bolum,“ sagði Johnson sem var í herbúðum Liverpool árið 2011.

,,Til að verja félagið, þá var það bara að verja sinn mann. Ég held að enginn í klefanum hafi trúað því að Luis væri rasisti. Ég þekki Luis vel og kann vel við hann, ég trúi þvi ekki að hann hafi gert þetta.“

,,Þetta var flókin staða fyrir mig, ég vil ekki eiga vini sem eru rasistar og ég og Luis vorum næáninu. Ég myndi alltaf snúa baki við þeim sem væri rasisti,“ sagði Johnson sem virðist aðeins tala í hringi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar