Það kom talsvert á óvart þegar Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal varamanna Everton, gegn West Ham um liðna helgi. Gylfi eins og fleiri leikmenn Everton hafði ekki spilað vel, Marco Silva, stjóri Everton fór í breytingar.
Everton vann 2-0 sigur á West Ham en Gylfi kom inn af bekknum og skoraði geggjað mark undir lok leiksins.
Alex Iwobi byrjaði í stöðunni sem Gylfi leikur iðulega í, hann var öflugur en Darren Bent efast um hann í þessari stöðu.
,,Það vilja allir hafa Iwobi í sínu liði, hann leggur mikið á sig. Ef þú ætlar að spila í holunni, þá verður þú að hafa meiri gæði á boltann. Hann velur of oft rangan kost,“ sagði Bent, sem var öflugur framherji á sínum tíma.
,,Ef þú ætlar að spila með leikmann þarna, þá verður það að vera einhver eins og Gylfi Þór.“
,,Hann hefur tæknina, sem sást í öðru markinu. Hann getur verið í holunni. Iwobi er draumur þjálfarans en hann skortir gæðin.“