Arsenal tapaði óvænt í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið heimsótti nýliða Sheffield United. Sheffield komst yfir eftir 30 mínútur en Lys Mousset skoraði þá sem reyndist eina mark leiksins.
Arsenal var mun meira með boltann í leiknum en tókst ekki að skapa sér mikið gegn þéttri vörn heimamanna.
Sheffield lyfti sér upp í 9. sæti deildarinnar með sigrinum en Arsenal er í því fimmta, tíu stigum á eftir toppliði Liverpool.
Nicolas Pepe sem Arsenal borgaði 72 milljónir punda fyrir í sumar fékk rosalegt færi í leiknum en hitti ekki boltann, færið má sjá hér að neðan.
I'm supposed to believe this guy is worth £72 million ? pic.twitter.com/WsrsKOKX1e
— Liam (@StartTheBounce) October 21, 2019