Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fór fram í gær á Old Trafford í Manchester. Manchester United fékk þá Lierpool í heimsókn en leiknum lauk með jafntefli.
Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem Liverpool tapar stigum í deildinni. Marcus Rashford skoraði fyrsta mark leiksins fyrir United nokkuð seint í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 þar til á 85. mínútu en Adam Lallana tryggði gestunum þá eitt stig. Lokastaðan, 1-1.
Stuðningsmenn United eru áhyggjufullir eftir leikinn en talsvert virðist vera í það að stjarna liðsins, Paul Pogba verði leikfær.
Pogba mætti á leikinn í gær en gekk um með hækju, leikmaður á hækju spilar líklega ekki í bráð. Pogba er líklega besti leikmaður United og tíðindin því afar slæm.