Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fór fram í gær á Old Trafford í Manchester. Manchester United fékk þá Lierpool í heimsókn en leiknum lauk með jafntefli.
Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem Liverpool tapar stigum í deildinni. Marcus Rashford skoraði fyrsta mark leiksins fyrir United nokkuð seint í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 þar til á 85. mínútu en Adam Lallana tryggði gestunum þá eitt stig. Lokastaðan, 1-1.
Mark United kom eftir VAR, augnablik en leikmenn og þjálfarar Liverpool voru brjálaðir. Þeir töldu að brotið hafi verið á Divock Origi, Martin Atkinson dæmdi ekkert.
Atvikið fór svo í VAR en ekkert var gert, markið frá Marcus Rashford stóð. Það sem vekur athygli er að Origi hélt um vitlausa löpp, eftir höggið frá Victor Lindelöf.
Framherjinn ekki verið viss um hvar verkurinn væri þegar hann féll í grasið.
If you’re gonna complain about a ‘foul’ in the lead up to the goal, at least hold the correct leg that’s been tapped. Muppet. #MUNLIV pic.twitter.com/L7YUTdoIDO
— Spudlud (@Leeroy2F2S) October 20, 2019