Manchester United hefur ákveðið að það þurfi fjóra leikmenn áður en næsta tímabil fer af stað.
Manchester Evening News segir að Ole Gunnar Solskjær og stjórn félagisns séu á sama máli.
Sagt er að Solskjær vilji vinstri bakvörð, miðjumann, sóknarsinnaðan leikmann og framherja.
Manchester Evening News segir að Solskjær vilji fá James Maddison og Ben Chilwell frá Leicester.
Þá er Declan Rice hjá West Ham og Jadon Sancho hjá Dortmund sagður á lista. Um er að ræða fjóra unga, breska leikmenn, Solskjær verslaði þrjá breska leikmenn í sumar.
Staðarblaðið í Manchester segir að Solskjær muni reyna að fá eitthvað inn í janúar og svo aftur næsta sumar.