Bernardo Silva leikmaður Manchester City hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu, vegna Twitter færslu.
Silva er leikmaður Manchester City en hann birti færslu í gær á Twitter, þar var mynd af Benjamin Mendy, samherja hans.
Um var að ræða Mendy þegar hann var ungur og lítil fígúru var svo við hlið hans. Færsla Silva fékk slæm viðbrögð, hann var sakaður um rasisma.
Hann eyddi færslunni en Mendy hafði gaman af og Silva skilur ekki reiðina. ,,Það má ekki grínast lengur við vini sína,“ sagði Silva.
Silva og Mendy eru miklir vinir en þeir léku saman hjá Monaco áður en þeir fóru til City.
Breaking: Manchester City’s Bernardo Silva has been charged with misconduct by the Football Association. At risk of a six-game ban #mcfc
— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) October 2, 2019