Enska götublaðið Daily Star fjallar um málefni Manchester United og áhuga Ole Gunnar Solskjær á að styrkja lið sitt.
Sagt er að Solskjær horfi til Moussa Dembele framherja Lyon og Sean Longstaff miðjumanns Newcastle, nú í janúar.
Dembele og Longstaff voru talsvert orðaðir við United í sumar en United vantar liðsstyrk á miðsvæðið og í fremstu víglínu.
Dembele er stór og öflugur sóknarmaður sem hefur skorað talsvert fyrir Celtic og Lyon, ekki eru allir öruggir um að hann geti haldið sama takti í ensku úrvalsdeildinni.
,,Að sjálfsögðu,“ sagði Solskjær á dögunum um það hvort hann væri á eftir framherja.