Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United hefur viðurkennt að honum vanti framherja. Hann seldi Romelu Lukaku í sumar, en fyllti ekki skarð hans.
Lukaku er einn öflugasti framherjinn í bransanum, hann skorar iðulega um og yfir 20 mörk á hverju tímabili.
Solskjær taldi hann ekki henta leikstíl sínum og treystir að mestu á Marcus Rashord.
Rashford hefur hins vegar aðeins skorað eitt mark úr opnum leik frá því í april, Rashford hefur spilað 16 leiki fyrir United en bara eitt mark úr opnum leik.
Solskjær þarf að styrkja sóknarleik sinn en Anthony Martial hefur verið meiddur síðustu vikur.