Christian Pulisic leikmaður Chelsea og Bandaríkjanna er að ganga í gegnum erfiða tíma á ferli sínum.
Pulisic kom til Chelsea í sumar frá Borussia Dortmund fyrir háa upphæð, hann fær hins vegar lítið að spila.
Þessi 21 árs gamli leikmaður er skærasta stjarna Bandaríkjanna í fótboltanum og hann byrjaði gegn Kanada í gær.
Pulisic var tekinn af velli eftir klukkustund en hann hafði verið veikur í aðdraganda leiksins.
Pulisic leið illa á bekknum og grét þegar hann sá liðsfélaga sína tapa 2-0 fyrir Kanada, fyrsta tap Bandaríkjanna í 34 ár gegn Kanada. Pulisic fór af velli í stöðunni 0-0.
Myndir af honum gráta má sjá hér að neðan.