fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Ída Marín í Val: Dóttir Hemma Hreiðars og Rögnu Lóu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. október 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ída Marín Hermannsdóttir gerir samning við Íslandsmeistara Vals út keppnistímabilið 2021. Ída sem fædd er árið 2002 lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fylkis 2016 og hefur leikið 48 leiki og skorað í þeim 11 mörk.

Hún er einn af lykilmönnum U19 ára landsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í milliriðli EM á dögunum, Ída á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið íslands. Ída er dóttir Hermanns Hreiðarssonar og Rögnu Lóu Stefánsdóttir, bæði fyrrum landsliðsmenn.

Pétur Pétursson
„Það er fagnaðarefni að fá Ídu Marín til liðs við Val, Ída hefur sýnt að hún er frábær leikmaður og við hlökkum mikið til að vinna með henni á næstu árum“

Ída Marín
“Ég vil byrja á því að þakka uppeldisfélagi mínu Fylki fyrir frábæran tíma, ég vil sérstaklega þakka þjálfurum liðsins fyrir að gefa mér stórt hlutverk og tækifæri til þess að þroskast sem leikmaður.

Ég er ótrúlega ánægð að fá tækifæri til þess að ganga til liðs við Íslandsmeistaranna í Val. Framundan eru spennandi tímar og nýjar áskoranir. Ég tel það vera rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti að skipta um umhverfi. Í Val mun ég vinna með frábæru þjálfarateymi og samkeppnin um sæti í liðinu verður frábær áskorun, sem ég hlakka til að kljást við. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hlakka til að kynnast góðu fólki á Hlíðarenda”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“