Sadio Mane og Mo Salah hafa ekki lagt upp mark fyrir hvorn annan á þessu tímabili, ósætti á milli þeirra hefur lengi verið til umræðu.
Fyrr á þessu tímabili hefur Mane brjálast út í Salah þegar hann sendi ekki á sig í leik gegn Burnley, þeir eru báðir óðir í að skora mörk, þeir hafa lítinn áhuga á að leggja upp ef tölfræðin er skoðuð.
Tölfræðin sannar að Salah hefur ekki búið til eitt færi fyrir Mane, óeðilegt að mati blaðamanna Daily Mail.
Þannig hefur Salah á síðustu þremur tímabilum lagt upp fjögur mörk fyrir Mane en í ár hefur hann ekki skapað færi fyrir hann.
Þetta meina stríð þeirra skilar þó ágætis árangri, Liverpool hefur unnið alla átta leiki tímabilsins í deildinni.
Þeir félagar verða í eldlínunni gegn Manchester United á sunnudag, ætli þeir sendi á hvorn annan?