Ef marka má taka á Tuttosport á Ítalíu er Manchester United farið að skoða kosti sína ef Ole Gunnar Solskjær verður rekinn.
Þannig segir blaðið að United sé nú þegar búið að rðæa við Max Allegri fyrrum þjálfara Juventus.
United hefur byrjað hræðilega á þessu tímabili og er bara tveimur stigum frá fallsæti, það er pressa á Solskjær.
Allegri vann ítölsku deildinni ítrekað með Juventus en hann ákvað að taka sér frí eftir síðustu leiktíð.
Tuttusport heldur því fram að Allegri bíði átekta en blaðið segir að hann gæti fengið starfið á næstu tveimur vikum.
United mætir Liverpool á sunnudag og skellur þar gæti orðið til þess að Solskjær missi starfið.