Mesut Özil virðist ekki eiga neina framtíð hjá Arsenal á meðan Unai Emery er stjóri liðsins.
Emery vill lítið gefa Özil tækifæri en hann er launahæsti leikmaður liðsins, með 350 þúsund pund á viku.
Sökum þess hefur það reynst Arsenal erfitt að losna við hann.
Það gæti breyst í janúar en bæði AC Milan og Inter hafa áhuga á að krækja í Özil.
Líklegt er að hann færi á láni og þyrfti Arsenal áfram að greiða stóran hluta launa hans.