Reinaldo Rueda, þjálfari Síle hefur staðfest að Alexis Sanchez verði frá í tæpa þrjá mánuði.
Sanchez meiddist illa á ökkla í leik gegn Kólumbíu og Síle um helgina.
Sanchez er á láni hjá Inter frá Manchester United og heldur til Ítalíu til að skoða málið.
,,Hann gæti endað á því að fara í aðgerð, Inter ákveður það. Hann gæti verið frá í 3 mánuði, hann var kominn á góðan stað og var mjög ánægður,“ sagði Rueda.
#CHI manager Rueda believes Alexis Sanchez may need surgery. “He could end up having to go under the knife. The decision is up to Inter, which is his club. We could lose him for 2/3 months. He was happy and super motivated. Now we have to wait for these crucial hours." #MUFC
— Ben Dinnery (@BenDinnery) October 14, 2019