Unai Emery, stjóri Arsenal er undir talsverðri pressu að ná árangri hjá Arsenal í ár. Hæpið er að liðið berjist um sigur í deildinni.
Forráðamenn Arsenal setja hins vegar pressu á það að Emery komi Arsenal aftur í Meistaradeildina.
Arsenal hefur eytt talsverðum tíma í Evrópudeildinni síðustu ár en því vill stjórn Arsenal breyta.
Emery fékk að eyða 152 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar, það er því pressa á honum.
Ensk blöð telja að Emery missi starfið takist honum ekki að tryggja Arsenal sæti í Meistaradeildinni.