Ross Barkley, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins þurfti að ræða við lögregluna eftir rifrildi við leigubílstjóra.
Barkley skellti sér út um helgina og átti í deilum við leigubílstjóra um gjaldið sem hann átti að greiða.
Lögreglan var kölluð á vettvang og ræddi við Barkley, lögreglan í London fór með Barkley í hraðbanka til að taka út pening.
Hann borgaði svo leigubílstjóranum fyrir ferðina og lögreglan lét þar við sitja.
Barkley var að fagna sigri á Brighton í deildinni og ákvað að skella sér aðeins út á næturlifið.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.