Það er krísa hjá Manchester United, félagið er við fallsvæði ensku úrvalsdeildarinnar og Ole Gunnar Solskjær, virðist vera að keyra bílinn í þrot.
Solskjær er á sínu fyrsta heila tímabili, hann er að breyta stefnu félagsin og kúltur. Gary Neville kallar eftir því að Solskjær fái tíma. ,,Kaupstefna félagsins hefur verið vonlaus í mörg ár, þeir hafa verið út um allt. Stjórar með mismunandi stíl sem fá sína leikmenn inn, þeir verða að laga þetta. Kaupa rétta leikmenn, þeir fengu þrjár í sumar sem hafa gert það ágætt. Núna þarf fimm eða sex leikmenn,“ sagði Neville.
Markaskorun er stærsta vandamál United en liðið hefur aldrei skorað minna í upphafi tímabils.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.