Manchester United horfir til Julian Nagelsmann, þjálfara RB Leipzig ef marka má fréttir í enskum blöðum í dag.
Nagelsmann er aðeins 32 ára gamall en er í sínu öðru starfi í þýsku úrvalsdeildinni. Eftir frábæran árangur með Hoffenheim var Nagelsmann fenginn til Leipzig.
Daily Mail segir að Manchester United sé byrjað að vinna heimavinnu sína er varðar Nagelsmann, félagið telur hann spennandi kost.
Ole Gunnar Solskjær er valtur í sessi þessa stundina en United er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.
Nagelsmann er með samning til 2023 við Leipzig og því þyrfti United að greiða háa upphæð til að fá hann.