Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal varar Hans-Joachim Watzke, stjórnarformann Dortmund við því að tala ekki meira um sig og peninga.
Watzke sagði fyrr í vikunni að Aubameyang hefði farið frá Dortmund í janúar árið 2018, til að elta peningana hjá Arsenal. Hann hafi hins vegar ekki spilað í Meistaradeildinni síðan.
,,Aubameyang er að spila frábærlega með Arsenal, honum líður eflaust vel þegar hann skoðar heimabankann. Á miðvikudögum er hann hins vegar sár þegar hann horfir bara á Meistaradeildina í sjónvarpi,“ sagði Watske.
,,Sumir leikmenn fara til félags vegna peninga, síðan hafa þeir ekki spilað í Meistaradeildinni.“
Aubameyang er allt annað en sáttur og svarar sínum gamla yfirmanni á Twitter. ,,Það er eins gott fyrir þig að ræða ekki af hverju ég fór frá Dortmund, Hr Watske. Þú ert svo mikill trúður,“ skrifar Aubameyang.
,,Þú sagðist aldrei ætla að selja Ousmane Dembele en sást svo meira en 100 milljónir evra, þú tókst peningana um leið. Ekki tala um peninga, láttu mig í friði.“
Better for you I never talk about why I really left Dortmund Mr Watzke you such a clown ? I remember that time you said we never gonna sell Ousmane then you saw more than 100M you were the first to take that money ????don’t talk about money please!!! Leave me alone pls ??
— Aubameyang P-E (@Aubameyang7) October 3, 2019