fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gary og íslensk fegurðardrottning áttu í miklum vandamálum „Báru ekki virðingu fyrir vandamálunum í einkalífinu“

433
Miðvikudaginn 2. október 2019 09:58

Gary Martin til vinstri og Daníel fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

90 mínútur, hlaðvarpsþátturinn er í fullu fjöri þessa dagana. Gestur þáttarins að þessu sinni er Just a kid from Darlo sem vann gullskóinn. Það hefur fátt annað verið rætt í sumar í Pepsi Max-deildinni en um Gary Martin. Framherjinn sem Valur fékk en sparkaði út eftir nokkra leiki. Hann fór í ÍBV og vann gullskóinn.

Gary Martin hefur átt áhugaverðan feril, farið víða og ræðir það allt í 90 mínútum. Árið 2017 var Gary keyptur til Lokeren í Belgíu, Rúnar Kristinsson var þá þjálfari liðsins. Þeir höfðu unnið saman í KR og í Noregi.

,,Ég var leikmaðurinn hans Rúnar, hann keypti mig. Ég taldi að fyrsta tímabilið vera til að komast inn í liðið, ég var varamaður í huga Rúnars og vissi það. Við áttum frábært undirbúningstímabili, Rúnar og Arnar saman, Arnar er frábær þjálfari,“ sagði Gary í þættinum og á þá við Arnar Þór Viðarsson, sem er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Á þessum tíma átti Gary unnustu frá Íslandi, hún bjó með honum í Belgíu en vandamál í einkalífi þeirra reyndust enska framherjanum, afar erfið. Unnustan Gary á þeim tíma var meðal annars kjörinn ungfrú Ísland.

,,Ég var að glíma við svakaleg vandamál utan vallar í Belgíu, ég gat ekki hugsað um bæði í einu. Þetta voru vandamál með kærustu mína á þeim tíma, ég held að allir á Íslandi í dag viti hver vandamálin voru.“

Gary gekk í raðir Lokeren í janúar en í ágúst var Rúnar svo rekinn úr starfi, þá var Gary í vondri stöðu. Einkalífið, truflaði hann mikið.

,,Rúnar var svo rekinn eftir tvo leiki, við áttum tvo erfiða leiki. Ég vissi vel að ég myndi ekkert spila þá leiki, ég hafði fundað með Rúnari og sagt honum að vandamál mín utan vallar væru mikilvægari en fótbolti. Þetta er ástæða fyrir þeirri virðingu sem Rúnar fær hjá mér, hann sagði mér að taka á þessum vandamálum, að þau væru mikilvægari en fótbolti. Hann var með góða leikmenn, ég var á vondum stað andlega. Ég hefði ekki getað spilað í 2. deild á Íslandi.“

Eftir að Rúnar var rekinn, fékk Gary kaldar kveðjur frá Lokeren. Kærastan fór og vandamálin voru ekki lengur Gary.

,,Rúnar var sáttur með að ég myndi leysa vandamálin, svo var planið að ég kæmi mér í gang og færi á lán í janúar. Rúnar var rekinn og nýi þjálfarinn sagði mér bara að fara, félagið vissi af vandamálum mínum utan vallar. Þeir vissu að vandamálin yrðu bara stærri ef mér yrði sparkað út, félagið bar enga virðingu fyrir þessu. Þau báru ekki virðingu fyrir mér og vandamálunum í einkalífinu, ég sagði við stjórnarformanninn að ef þetta væri unnusta þín í þessum sporum. Hann áttaði sig á þessu, ég og kærastan hættum saman. Vandamálin voru ekki mín lengur, hún fór heim. Ég var einmana, þeir borguðu mér fyrir að fara. Lilleström bauð þriggja ára samning, Lokeren borguðu mig út.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“