Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er lið Arsenal heimsótti Manchester United. Það var boðið upp á fínasta leik á Old Trafford en bæði lið þurftu þó að sætta sig við stig.
Fyrsta mark leiksins skoraði Scott McTominay fyrir United í fyrri hálfleik með frábæru skoti sem Bernd Leno réð ekki við. Staðan var 1-0 eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari jafnaði Pierre-Emerick Aubameyang metin fyrir Arsenal.
,,Þetta var virkilega furðuleg frammistaða,“ sagði Peter Schmeichel, fyrrum markvörður félagsins um Paul Pogba, stjörnu Unnited.
,,Ef Pogba er í liðinu, þá þarf hann að spila af meiri krafti. Hann var að hægja á hlutunum. Fyrstu 25 mínúturnar þá sendi hann bara til baka, miðað við gæði hans er það sorglegt.“
,,Ég skil ekki hlutverk hans í liðinu, þegar Ole gerði breytingar og setti Pogba framar. Þá gerðist lítið.“
,,ÉG sé þetta sem vandamál, hann fær mikla athygli. Þetta er eins og barn sem er bara með vesen.“