fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433Sport

Segir Pogba vera eins og barn sem er alltaf með vesen

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. október 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er lið Arsenal heimsótti Manchester United. Það var boðið upp á fínasta leik á Old Trafford en bæði lið þurftu þó að sætta sig við stig.

Fyrsta mark leiksins skoraði Scott McTominay fyrir United í fyrri hálfleik með frábæru skoti sem Bernd Leno réð ekki við. Staðan var 1-0 eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari jafnaði Pierre-Emerick Aubameyang metin fyrir Arsenal.

,,Þetta var virkilega furðuleg frammistaða,“ sagði Peter Schmeichel, fyrrum markvörður félagsins um Paul Pogba, stjörnu Unnited.

,,Ef Pogba er í liðinu, þá þarf hann að spila af meiri krafti. Hann var að hægja á hlutunum. Fyrstu 25 mínúturnar þá sendi hann bara til baka, miðað við gæði hans er það sorglegt.“

,,Ég skil ekki hlutverk hans í liðinu, þegar Ole gerði breytingar og setti Pogba framar. Þá gerðist lítið.“

,,ÉG sé þetta sem vandamál, hann fær mikla athygli. Þetta er eins og barn sem er bara með vesen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands
433Sport
Í gær

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun