fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Gary Martin fékk nóg og gerði marga reiða: Var að missa vitið á Akranesi – ,,Ég gat ekki búið þarna“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 1. október 2019 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

90 mínútur, hlaðvarpsþátturinn er í fullu fjöri þessa dagana. Gestur þáttarins að þessu sinni er Just a kid from Darlo sem vann gullskóinn.

Það hefur fátt annað verið rætt í sumar í Pepsi Max-deildinni en um Gary Martin.

Framherjinn sem Valur fékk en sparkaði út eftir nokkra leiki. Hann fór í ÍBV og vann gullskóinn.

Gary vakti fyrst athygli hér á landi með ÍA á Akranesi og var síðar keyptur til KR þar sem hann stóð sig vel.

Gary gerði marga reiða á sínum tíma er hann sagðist vera kominn með nóg af því að búa á Akranesi og að það væri í raun hundleiðinlegt.

Gary var aðeins 21 árs gamall er hann ákvað að taka skrefið annað en honum leiddist verulega á Akranesi og fékk að lokum nóg.

,,Allt sem ég sagði á þeim tíma var eins og mér leið. Ég held ég hafi sagt þegar ég var 21 árs að ég myndi aldrei búa í Eyjum,“ sagði Gary sem spilar í Eyjum í dag.

,,Málið er að ég gat ekki keyrt. Ég náði ekki bílprófinu fyrr en ég varð 22 eða 23 ára. Þegar ég samdi við KR þá fékk ég prófið því ég féll tvisvar á Englandi.“

,,Ég bjó á Akranesi og þegar þú ferð fyrst þangað þá er það spennandi ævintýri, fyrstu tíu vikurnar liðu hratt. Ég spilaði á undirbúningstímabilinu, var valinn bestur í Inkasso, fór til Danmerkur, kom til baka og ég vildi fara erlendis.“

,,Ég taldi mig vera yfir Inkasso þarna og ég vissi ekki að ég myndi spila í Pepsi-deildinni á þessum tímapunkti. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að gera þetta undirbúningstímabil aftur.“

Eftir að hafa snúið aftur til ÍA á undirbúningstímabilinu þá áttaði Gary sig á að þetta væri ekki staðurinn fyrir hann.

Hann var kominn með nóg af sömu rútínunni á hverjum degi þar sem hann hitti alltaf sama fólkið aftur og aftur.

,,Ég kom til baka og lifði sama lífinu aftur og aftur og ég var að missa vitið. Mér leið eins og ég hefði verið þarna í tvö ár en það voru liðnir þrír mánuðir. Ég hugsaði með mér að ég gæti þetta ekki.“

,,Ef ég fór að heiman klukkan tíu þá hitti ég sömu manneskjuna klukkan 10:15 á sama stað. Klukkan 11:15 þá voru sömu mennirnir í ræktinni. Ég náði í matinn klukkan 12 og sömu mennirnir voru þar. Ég var í þessari rútínu og komst ekki úr henni. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki búið þarna.“

Bílprófið hefði mögulega reddað málunum fyrir Gary sem kemur frá Darlington þar sem mun meira líf var en á Akranesi.

,,Ég labbaði allt og það er erfitt þegar það snjóar í janúar. Ég gat þetta ekki lengur og sagði því að mér liði ekki vel á Akranesi. Ég var frá stað þar sem ég gat hringt í vini mína og sagt þeim að sækja mig og við gerðum eitthvað.“

,,Þar búa 100 þúsund manns og það er mun meira hægt að gera í Darlington en á Akranesi. Margir notuðu það gegn mér en ég sé ekki eftir því að hafa sagt þetta. Mér leið svona og þurfti meira í lífinu en fótbolta og ræktina. Ég biðst afsökunar núna en svona leið mér á þessum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Ekki rétt að Liverpool hafi verið í sambandi við AC Milan

Ekki rétt að Liverpool hafi verið í sambandi við AC Milan