Eric Bailly, miðvörður Manchester United hefur ákveðið að skipta um umboðsskrifstofu.
Hann hefur samið við RocNation sem er í eigu Jay-Z og er hann þriðji knattspyrnumaðurinn sem gengur í raðir þeirra.
Fyrir eru samherji hans, Romelu Lukaku og Jerome Boateng en flestir skjólstæðingar RocNation stunda íþróttir sínar í Bandaríkjunum.
Þar er mest um að ræða NBA leikmenn og NFL stjörnur en Jay-Z vill einbeita sér að fótboltanum, þar sér hann fjármuni til að sækja.
Bailly er á sínu þriðja tímabili með Manchester United en honum hefur ekki alveg tekist að festa sig í sessi.