Liverpool tókst ekki að ná sjö stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Leicester City.
Eftir að hafa komist yfir snemma leiks með marki frá Sadio Mane þá jafnaði Harry Maguire metin fyrir gestina.
Lokastaðan 1-1 á Anfield en Liverpool er þó enn með fimm stiga forskot á Manchester City.
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United finnst of mikið stress vera í leik Liverpool.
,,Það sem ég myndi hafa áhyggjur af er að stressið sem virðist vera í liðinu, þeir virka of stressaðir á köflum,“ sagði Ferdinand.
Liverpool hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina í 29 ár og stuðningsmenn félagsins eru spenntir.
,,Þetta er eitthvað sem Jurgen Klopp þarf að tala um, þú hefur ekki áhuga á að sjá stress á þessum tímapunkti. Það er of snemmt.“