fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433

Eriksen er nú orðaður við United: Pochettino veit ekki hvort hann skrifi undir nýjan samning

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 15:36

Christian Eriksen er stærsta stjarna danska liðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham gæti neyðst til að selja Christian Eriksen í sumar ef ekki tekst að ná samkomulagi um nýjan samning.

Samningur Eriksen rennur út sumarið 2020 og verður því bara eitt ár eftir af honum næsta sumar. Tottenham vonast til að hann framlengi.

Viðræður við umboðsmann Eriksen hafa hins vegar ekki borið árangur og veit Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham ekki hvernig málið fer.

,,Ég er ekki maður sem pæli of mikið í þessum hlutum, stundum eru hlutir sem þjálfarar geta ekki stjórnað,“ sagði Pochettino en Eriksen er orðaður við Manchester United og fleiri stórlið.

,,Þetta fer eftir ýmsu, Eriksen er mikilvægur leikmaður fyrir Tottenham og sem þjálfari þá vil ég halda þannig leikmanni.“

,,Þetta eru viðræður og það eru nokkrir aðilar að borðinu, það væri frábært ef Eriksen myndi framlengja. Ef hann gerir það ekki þá hefur hann rétt á því.“

,,Hann er ánægður hérna, hann legur sig fram. Það sem gerist á milli hans og félagsins er ekki í mínum höndum.“

Pochettino sjálfur er orðaður við Manchester United en liðið mun ráða stjóra til framtíðar næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni

Elvar segir fréttamenn forðast að ræða við Chris – Greinir frá uppákomu á dögunum eftir að slökkt hafði verið á myndavélinni