Það er allt í steik hjá Everton en gengi liðsins hefur hrunið á síðustu vikum eftir góða byrjun á tímabilinu, Marco Silva gæti fljótlega misst starfið ef ekkert breytist.
Liðið féll úr leik geng Milwall í enska bikarnum um helgina og eru stuðningsmenn félagsins reiðir.
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í leiknum og hefur hann verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu ef tölfræðin er skoðuð, hann hefur skorað mest og lagt upp flest mörk liðsins.
,,Á erfiðum augnablikum, þá sérðu hverjir eru alvöru menn, hverjir eru alvöru karakterar og hverjir hafa alvöru persónuleika,“ sagði Silva.
,,Ég er ekki stjóri sem hengi menn í viðtölum, það er ekki mín leið. Ég hef tjáð leikmönnum skoðun mína í klefanum, það fer ekkert lengra.“
,,Þegar þú ert að spila fyrir svona félag, á þessu stigi, þá þarftu að hafa þroska og taka ábyrgð.“