Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu hefur nú opnað á nýjan leik og eru fjölmörg félög að horfa í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
———
Olivier Giroud gæti farið heim til Frakklands nú þegar Chelsea er komið með Gonzalo Higauin. (Goal)
Adrien Rabiot miðjumaður PSG hefur hafnað Tottenham og vill fara til Liverpool. (Sun)
Yannick Bolasie vill fara á láni í ensku úrvalsdeildina frá Everton en hann var að snúa til baka eftir dvöl hjá Aston Villa. (Mirror)
Arsenal vonast til þss að fá Malcom frá Barcelona áður en glugginn lokar. (Sun)
PSG hefur boðið 21,5 milljónir punda í Idrissa Gueye miðjumann Everton en Everton vill ekki selja hann. (Sky)
Southampton hefur boðið 8 milljónir punda í Che Adams framherja Birmingham. (Mirror)
Manchester City er að reyna að klára kaup á Ante Palaversa miðumanni Hadjuk Split. (Mail)
Adrien Silva vill fara frá Leicester. (Guardian)
Leicester vill fá Youri Tielemans frá Monaco. (Mercury)
AC Milan vill fá Gerard Deulofeu kantmann Watford. (Di Marzio)
Stoke vill losna við Bojan, Darren Fletcher og Peter Crouch. (Mail)