Stuðningsmenn Liverpool eru að verða spenntir fyrir lokum tímabilsins og telja að liðið sitt muni vera nálægt því að vinna ensku úrvalsdeildina.
Liverpool er fjórum stigum á undan Manchester City á toppi deildarinnar og gætu vandræði liðsins loks tekið enda.
Liverpool varð síðast enskur meistari fyrir 29 árum og því er spennan í kringum félagið meiri en oft áður.
Það sést best í miðaverðinu á síðasta heimaleik félagsins, hann fer fram 12 maí á Anfield þegar Wolves kemur í heimsókn.
Ef Liverpool heldur sama takti er ljóst að titilinn fer á loft þann dag og eru miðar á svörtum markaði að seljast á 6 þúsund pund, stykkið. Um er að ræða tæpa milljón sem stuðningsmenn félagsins eru tilbúnir að greiða fyrir miða á völlinn.