Ole Gunnar Solskjær hefur unnið alla sína leiki í starfi hjá Manchester United, hann er tímabundinn stjóri félagsins.
Solskjær tók við United í desember þegar Jose Mourinho var rekinn en United fékk hann að láni frá Molde.
,,Ég horfi í næsta tímabil hjá Manchester United, sama hvort það sé með eða án mín, það skiptir ekki máli,“ sagði Solskjær.
,,Ég er hérna til að undirbúa næsta tímabil,“ sagði norski stjórinn en erfitt verður fyrir félagið að horfa framhjá honum ef gengi liðsins verður á svipuðum nótum.
United hefur unnið Tottenham og Arsenal á útivelli og leikur liðsins hefur tekið miklum bætingum hjá Solskjær.
,,Við erum með unga og efnilega stráka sem ég myndi vilja sjá spila áður en tímabilið er á enda.“
,,Þetta snýst um rétta tímann, ég er með Alexis Sanchez, Juan Mata og Romelu Lukaku sem hafa spilað lítið, þeir þurfa líka tíma.“