Gary Cahill, varnarmaður Chelsea vonast til að losna frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag.
Cahill var náægt því að ganga í raðir Fulham fyrr í þessum mánuði en náði ekki samkomulag um lengd á samningi sínum.
Cahill er með há laun hjá Chelsea en samningur hans er á enda í sumar og þá getur hann farið frítt.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea hefur ekki neina trú á Cahill og hefur ekki viljað gefa honum traustið.
Nú er sagt að Crystal Palace sé að reyna að fá Cahill en Roy Hodgson var með varnarmanninn í enska landsliðinu.