Dave Ibbotson, var flugmaðurinn sem stýrði vélinni sem hvarf á sunnudag og hefur ekki fundist. Ibbotson var um borð í vélinni ásamt Emiliano Sala, framherja Cardiff.
,,Það er útilokað að við finnum einhvern á lífi,“ sagði Mike Tidd sem er yfirmaður leitarinnar.
Mike Tidd, the pilot flying the Channel Islands Air Search plane looking for the missing Piper PA-46 Malibu says "there is absolutely no chance of finding anybody alive." He does not think the search from the skies will continue either. pic.twitter.com/BlibbDxbUG
— ITV News Channel TV (@itvchanneltv) January 24, 2019
Ekkert hefur spurst til vélarinnar eða þeirra sem voru um borð í vélini, Sala var á leið frá Nantes til Cardiff.
Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.
Þetta er vélin sem Sala var um borð í: Bókaði flugið sjálfur – Furðuleg ákvörðun segir flugmaður
Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar. Cardiff hafði boðist að bóka flugvél fyrir Sala sem kaus að gera það sjálfur.
Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 á sunnudag, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af ratsjá sem þeir fylgjast með. Talið er að Sala og flugmaðurinn séu látnir.
Ibbotson er sextugur en flestir telja að hann og Sala séu látnir en þeir hafa ekki fundist. Hann er þriggja barna faðir.