Alvaro Morata framherji Chelsea er að fara á láni til Atletico Madrid frá Chelsea, hann vildi ekki vera lengur hjá félaginu.
Morata er á sínu öðru tímabili hjá Chelsea en eftir frábæra byrjun hefur hann verið slakur í heilt ár.
Morata er að fara heim til Spánar en hann bað Maurizio Sarri, stjóra Chelsea um að fá að fara. Sarri gaf grænt ljós þegar ljóst var að hann myndi fá Gonzalo Higuain, sem skrifaði undir hjá félaginu í gær.
,,Morata hefur hæfileika til að vera mjög góður, hann þá eiginleika sem ég vil í mitt lið. Fyrir mánuði sagði hann mér að hann vildi fara í annað lið,“ sagði Sarri.
,,Það var erfitt fyrir hann að leggja sig 100 prósent fram, vegna þess andlega ástands sem hann var í. Hann hentar mínum leikstíl, staðan hefur því breyst. Við urðum að breyta.“
,,Markaðurinn í janúar er erfiður, við reyndum að fá Gonzalo og það gekk upp.“