Chelsea á Englandi hefur náð samkomulagi við Juventus um að fá framherjann Gonzalo Higuain í sínar raðir á láni. Félagið getur svo keypt hann næsta sumar.
Higuain hefur undanfarið spilað með AC Milan á láni en ekki fundið taktinn.
Hann vildi því komast burt burt þaðan og hann ætti að verða leikmaður Chelsea í dag en Higuain er á leið til London.
Higuain mun skrifa undir lánssamning út tímabilið og getur Chelsea svo keypt hann næsta sumar.
Higuain er 31 árs gamall framherji og raðaði inn mörkum fyrir Napoli í Serie A og svo síðar Juventus.
Hann lék undir stjórn Maurizio Sarri hjá Napoli en Sarri er í dag stjóri Chelsea.
ESCLUSIVA – Le immagini della partenza per Londra di #Higuain
Segui la nostra diretta su @TopCalcio24 #23gennaio #calciomercato pic.twitter.com/Rp89kgw8cH
— QSVS Official Page (@QSVS_Official) January 23, 2019