Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus fær að heyra það þessa stundina eftir að hafa deilt mynd af sér í einkaflugvél í gær.
Mörgum fannst tímasetningin á færslu Ronaldo ósmekkleg, hanni setti hana inn sama daga og Emilian Sala framherji Cardiff týndist. Hann var um borð í einkaflugvél á leið frá Nantes til Cardiff.
Ekkert hefur spurst til Sala síðan að vélin virðist hafa hrapað um klukkan 20:30 á sunnudag.
Ronaldo var á leið í einkaflugvél sinni frá Madríd til Torino en hann hafði verið í Madríd vegna dómsmáls. Þar fékk Ronaldo tveggja ára skilorðbundið fangelsi fyrir skattsvik og borgaði 16 milljónir punda í sekt.
Gary Lineker, sérfræðingur BBC var mjög óhress með Ronaldo og færslu hans. ,,Ekki dagurinn fyrir þessa færslu, í alvöru það er það ekki,“ sagði Lineker.
,,Sama dag og leikmaður sem týnist þegar hann er að fljúga til að fara í nýtt félag, þá er þessi heimskingi að taka mynd af sér í einkaflugvél eftir að hafa sloppið við fangelsi. Fagmennska,“ skrifar Duncan Wright blaðamaður á England.
On the day when a player is missing flying to sign for his new club, this idiot posts a pic of himself on a private jet after escaping jail because he’s rich. Class. https://t.co/Fg6rNrbWoC
— Duncan Wright (@dwright75) January 22, 2019
Meira:
Hætt við æfingu Arons Einars og félaga: ,,Við liggjum á bæn og vonumst eftir jákvæðum fréttum“
Fitzgerald stýrir leitinni að liðsfélaga Arons: Telur nánast útilokað að hann sé á lífi
Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd