fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Hakkar Mo Salah í sig: Segir einfallt að lesa óheiðarleika hans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Clattenburg, fyrrum besti dómari í heimi segir að Mohamed Salah sóknarmaður Liverpool sé að dýfa sér alltof mikið í vítateig andstæðinga sinna.

Salah hefur fengið talsverða gagnrýni síðustu vikur, hann er sakaður um óheiðarleika til að fá vítaspyrnur.

Salah reyndi að fiska vítaspyrnu um helgina þegar hann féll í teignum gegn Crystal Palace. ,,Það var ekki nein snerting þegar Salah féll í viðskiptum sínum við Mamadou Sakho,“ sagði Clattenburg.

,,Það skiptir engu mái þó að hann hafi ekki beðið um vítaspyrnu, hann var að reyna að blekkja Jonathan Moss, dómara leiksins. Hann hefði átt að fá gult spjald.“

,,Salah var einnig sakaður um að láta sig detta gegn Arsenal og Newcastle. Í öllum þessum aðstæðum, þá á hann ekki möguleika á að skora. Hann virðist vilja fá vítaspyrnu.“

Clattenburg segir að Salah gæti verið að þessu til að vinna gullskóinn. ,,Hann er vítaskytta Liverpool, hann veit að hann á góðan möguleika á að skora úr vítaspyrnu. Hann á því meiri möguleika á að vinna gullskóinn.“

Clattenburg segir það ekki erfitt að lesa Salah, látbragð hans sé það sama þegar hann reyni að blekkja dómarann. ,,Ég hef tekið eftir því að þegar Salah lætur sig detta, þá sveiflar hann höndunum upp fyrir hausinn á sér.“

,,Þetta er hlutur sem dómarar horfa í, þegar þeir reyna að meta hvort leikmaður sé að leika. Ef þú ert sparkaður niður þá setur þú hendurnar fyrir þig, til að minnka höggið.“

,,Þangað til að VAr er komið á fullt, þá á leikmaður sem er óheiðarlegur að fara í bann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvattir til að reka manninn sem kom þeim upp í gær

Hvattir til að reka manninn sem kom þeim upp í gær
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vardy skóf ekki af því í yfirlýsingu – „Ömurlegt og algjörlega skammarlegt“

Vardy skóf ekki af því í yfirlýsingu – „Ömurlegt og algjörlega skammarlegt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United leiðir kapphlaupið eftir mjög jákvæðar viðræður

United leiðir kapphlaupið eftir mjög jákvæðar viðræður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Tottenham tapaði gegn Forest

England: Tottenham tapaði gegn Forest
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“
433Sport
Í gær

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“