Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu hefur nú opnað á nýjan leik og eru fjölmörg félög að horfa í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
———
Arsenal gæti leyft Aaron Ramsey að fara til Juventus í þessum mánuði ef félagið fær Denis Suarez á láni frá Barcelona og James Rodriguez á láni frá Real Madrid (Independt)
Suarez kemur ekki á láni frá Barcelona því Arsenal gat ekki samið um framtíðar kaupverð. (Mail)
Manchester United leyfir Eric Bailly ekki að fara á láni til Arsenal sem vildi hann á láni. (Mail)
Real Madrid ætlar að bjóða 90 milljónir punda í Paulo Dybala í sumar. (Sun)
Rafa Benitez mun hætta með Newcastle í sumar nema að félagið kaupi þá tvo leikmenn sem hann vill. (Telegraph)
Barcelona er að ganga frá kaupum á Frenkie de Jong frá Ajax en Manchester City og PSG vildu hann líka. (Express)
Newcastle hefur boðið 4,3 milljónir punda í Gelson Martins kantmann Atletico Madrid. (AS)
Manchester United og Tottenham berjast um Steven Bergwijn kantmann PSV. (Sun)
West Ham hefur tjáð Marko Arnautovic að hann geti farið í sumar ef gott tilboð kemur. (Telegraph)
PSG hefur gert tilboð í Idrissa Gueye miðjumann Everton en Everton vill 40 milljónir punda. (MIrror)
Mario Balotelli er að gera sex mánaða samning við Marseille. (Mail)