Cardiff City hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að ljóst var að framherji félagsins, Emiliano Sala hafi verið um borð í flugvél sem týndist í gær.
Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar en félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.
Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar.
Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 í gærkvöldi, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af radar sem þeir fylgjast með. Talið er að Sala og flugmaðurinn séu látnir.
Meira:
Fitzgerald stýrir leitinni að liðsfélaga Arons: Telur nánast útilokað að hann sé á lífi
Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd
Yfirlýsing Cardiff:
Við vorum í miklu áfalli þegar við heyrðum af því að flugvélin hefði horfið, við áttum von á Emiliano hingað í gærkvöldi og í dag átti að vera hans fyrsti dagur með liðinu.
Eigandi okkar, Tan Sri Vincent Tan og stjórnarformaðurinn, Mehmet Dalman eru mjög áhyggjufullir yfir þessari stöðu.
Við tókum ákvöðrun í morgun að hætta við æfingu liðsins, hugur leikmanna og hjá öllum í félaginu er hjá Emiliano og flugmanninum.
Allir hjá Cardiff vilja þakka stuðningsmönnum félagsins og knattspyrnuheiminum fyrir stuðninginn á þessum erfiða tíma.
Við liggjum á bæn og vonumst eftir jákvæðum fréttum.