fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Fitzgerald stýrir leitinni að liðsfélaga Arons: Telur nánast útilokað að hann sé á lífi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held að þeir séu ekki á lífi,“ segir John Fitzgerald sem er yfirmaður leitarinnar við Ermasund þar sem talið er að flugvél með Emiliano Sala framherja Cardiff hafi hrapað.

AFP fréttastofan hefur fengið það staðfest frá lögreglunni í Frakklandi að Emiliano Sala, framherji Cardiff hafi verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gær. Cardiff hefur ekki staðfest fréttirnar.

Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar en félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.

Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar.

Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 í gærkvöldi, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af radar sem þeir fylgjast með.

,,Það er svo kalt úti að þú átt bara klukkutíma til að bjarga þér á þessum árstíma,“ sagði Fitzgerald.

,,Við vitum ekki hvað varð um flugvélina, hún hvarf bara. Við vitum ekki hvort vélin lenti á sjónum eða hrapaði bara beint niður brotnaði.“

,,Við höldum áfram eins lengi og þarf en vatnið er mög kalt þessa stundina, á þessum árstíma lifir þú bara af í mesta lagi klukkustund í sjónum.“

,,Það eru minni en fimm prósent líkur á að einhver finnist á lífi,“ sagði Fitzgerald en Sala var ásamt flugmanni í vélinni.

Meira:
Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?