Manchester City hefur áhyggjur af því að Raheem Sterling fái ekki sömu meðferð og aðrir leikmenn í deildinni.
City telur að Sterling hafi fjórum sinnum átt að fá vítaspyrnu á síðustu mánuðum sem ekki hefur verið dæmd.
City telur að orðspor Sterling frá yngri árum um að fara auðveldlega niður, sé að skemma fyrir.
City hefur látið vita af þessum áhyggjum sínum og vill félagið að Sterling fái sömu meðferð og aðrir í deildinni.
Sterling átti að fá vítaspyrnu gegn Huddersfield um helgina en það var ekki dæmt.