fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
433

Zlatan fer yfir vandræði Pogba og Mourinho: ,,Mourinho treysti ekki Pogba“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 11:20

Zlatan og Raiola á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy segir að Paul Pogba hafi ekki treyst Jose Mourinho og Mourinho hafi ekki treyst Pogba.

Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en han og Pogba áttu slæmt samband. Það samband var ein af ástæðum þess að Mourinho var rekinn. Pogba hefur sprungið út eftir að Mourinho var rekinn.

Zlatan elskaði að spila fyrir Mourinho og náðu þeir vel saman hjá Inter og Manchester United.

,,Það eru leikmenn sem verða að fá að vera frjálasir, þeir verða að fá frjálsræði til að gera sína hluti,“ sagði Zlatan.

,,Mourinho er með sína taktík, hann er þannig þjálfari. Sumir leikmenn höndla það ekki, þú þarft því að vera með öðruvisi nálgun á þá. Pogba er einn af þeim.“

,,Paul fann ekki neitt traust frá Mourinho, Mourinho treysti ekki Pogba. Það er erfitt að standa sig sem leikmaður þegar þú færð ekki traust þjálfarans. Þú hefur ekki sömu orku, vilja og allt það. Jose leið eins gagnvart Pogba.“

,,Svona hlutir gerast, þetta er hluti af leiknum. Það eru ekki allir sem ná árangri saman. Við sjáum meira frá Pogba, meira sjálfstraust og hann gerir það sem hann vill. Hann er að standa sig vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rasískt myndband hefur sett allt í uppnám – Liðsfélagar vilja ekkert með hann hafa

Rasískt myndband hefur sett allt í uppnám – Liðsfélagar vilja ekkert með hann hafa
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár

Loksins búið að slá met Adu í efstu deild – Fer til Manchester City eftir fjögur ár
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“
433Sport
Í gær

Höskuldur brattur fyrir mikilvægan leik – „Kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta“

Höskuldur brattur fyrir mikilvægan leik – „Kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta“