Manchester United er tilbúið að tvöfalda launin hjá Marcus Rashford framherja félagsins. Samkvæmt enskum blöðum.
Rashford er 21 árs gamall en hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum. Rashford þénar í dag 75 þúsund pund á viku.
Sagt er að United sé tilbúið að greiða Rashford 150 þúsund pund á viku, tvöföldun á launum.
Rashford hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú í síðustu níu leikjum, félagið vill verðlauna hann.
Rashford hefur slegið í gegn eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við og fengið fast sæti sem fremsti maður liðsins.