Chelsea á Englandi hefur náð samkomulagi við Juventus um að fá framherjann Gonzalo Higuain í sínar raðir.
Sky Sports fullyrðir þessar fregnir en Higuain hefur undanfarið spilað með AC Milan á láni.
Hann er þó sagður vilja komast burt þaðan og samkvæmt Sky hefur Chelsea náð samkomulagi við Juventus.
Higuain mun skrifa undir lánssamning út tímabilið og getur Chelsea svo keypt hann næsta sumar.
Higuain er 31 árs gamall framherji og raðaði inn mörkum fyrir Napoli í Serie A og svo síðar Juventus.
,,Voru þið að bíða eftir mér? Ég er ekki að fara að segja neitt,“ sagði Higuain við fjölmiðla í gær.
Higuain er með 170 þúsund pund í laun á viku og mun Chelsea borga þann pakka um er að ræða rúmar 26 milljónir íslenskra króna á viku.