Stuðningsmenn Manchester United hafa tekið eftir því að Ole Gunnar Solskjær situr ekki í sama sæti og Jose Mourinho gerði á Old Trafford.
Solskjær tók við United í desember af Mourinho en hann situr í efstu röð á varamannabekk United.
Mourinho sat alltaf á fremsta bekk og kom skipunum sínum til leikmanna þaðan. Solskjær leitaði hins vegar í gamla tíma.
Sir Alex Ferguson sat alltaf í sætinu sem Solskjær ákvað að nota, sá norski hefur leitað mikið í bækur Ferguson í starfi sínu. Ferguson hefur komið við á æfingasvæði United í nokkur skipti á síðustu vikum og gefið Solskjær ráð.
,,Ferguson hafði alltaf sömu reglu á sætum þjálfara og Solskjær fór bara í þær bækur.“
Leikmenn eru enn að venjast þessu enda settist Alexis Sanchez í sætið hans Solskjær á dögunum og var beðinn um að færa sig.